Föstudagur 25. október, 2024
1.5 C
Reykjavik

Rannsóknarblaðamaðurinn John Pilger er látinn: „Hans verður sárt saknað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einn virtasti rannsóknarblaðamaður heims, John Pilger er látinn, 84 ára að aldri. Kristinn Hrafnsson minnist hans á Facebook.

Hinn margverðlaunaði ástralski rannsóknarblaðamaður John Pilger, sem var harður gagnrýnandi á „heimsvaldahyggju“ Vesturlanda, er látinn, 84 á að aldri. Þekktastur var hann fyrir fréttamennsku sína í Víetnamstríðinu, sem og fyrir heimildarmyndir sínar á borð við The War You Don´t See, Breaking the Silence: Truth and Lies in the War on Terror og Palestine is Still the Issue.

Fjölskylda Pilger sendi frá sér stutta tilkynningu í gær þar sem sagt var frá andláti hans en hann lést í Lundúnum.

„Blaðamennsku hans og heimildarmyndum var fagnað um allan heim, en fyrir fjölskyldu hans var hann einfaldlega hinn ótrúlegasti og elskaði pabbi, afi og félagi. Hvíldu í friði,“ segir í tilkynningunni.

Lætur hann eftir sig lífsförunaut sinn, blaðakonuna Yvonne Roberts og börn hans tvö, Sam og Zoe.

Þúsundir minntust Pilger á samfélagsmiðlum eftir fregnirnar.

„Heimurinn hefur misst einn sinn allra besta blaðamann og mann af fyllstu ráðvendi,“ skrifaði einn á X-inu.

- Auglýsing -

„Frábær blaðamaður, góður maður og gríðarlegt afl, er nú fallið,“ skrifaði annar notandi miðilsins.

Þá minntist Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, John Pilger á Facebook í dag en þeir tveir voru félagar. Hér má lesa færslu Kristins:

„Fékk þær sorglegu fréttir í gærkvöld að John Pilger væri látinn. Þá er fallinn frá einn af allra merkustu blaðamönnum síðari tíma, maðurinn sem var ódeigur fram í andlátið að beita gagnrýnni blaðamennsku til að afhjúpa misbeitingu valdsins ekki síst í styrjöldum. Hann vissi hversu illa valdið gat brugðist við blaðamönnum sem afhúpuðu sannleikann og var ötull baráttumaður fyrir frelsi Julian Assange í meira en áratug. Hann var alltaf boðinn og búinn að mæta á alla viðburði sem hann gat, til að tala máli Julians og rita greinar til gagnrýna aðförina að þessum landa sínum.
Við áttum góð samskipti og það var ánægjulegt að stuðla að því að hann kæmi til Íslands fyrir nokkrum árum á kvikmyndahátíðina í Reykjavík. Hann skerpti þann skilning minn að blaðamennska sem hefur ekki réttlæti að leiðarljósi er ekki mikils virði. Því miður er oft dauft yfir þeim skilningi í stéttinni. Hann var manna harðastur á því að alvöru blaðamennska væri gagnrýnin og aðgangshörð á valdið. Allt annað er bara stef af áróðri valdastétta eða í skársta falli afþreying.
Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst John Pilger og mun minnast góðra stunda. Hans verður sárt saknað.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -