Bandaríski rapparinn Tekashi 6ix9ine var handtekinn í Flórída í gær.
Daniel Hernandez, betur þekktur sem rapparinn Tekashi 6ix9ine, var í gær handtekinn vegna þess að hann mætti ekki í réttarhöldin yfir honum. Í framhaldi af því var því gefin út handtökuskipun á honum. Rapparinn sem hefur verið árum saman umdeildur, er þekktur fyrir gríðarlega mörg andlitshúðflúr og fyrir að vera lögbrjótur. Þá var ráðist á hann inn á baðherbergi í líkamsræktarstöð í mars fyrr á þessu ári. Árásin var tekin upp á myndband og mátti heyra einn af þeim sem réðst á hann að öskra “Haltu fokking kjafti.”
Hér fyrir neðan er hægt að horfa á tónlistarmyndband með kappanum