Miðvikudagur 22. janúar, 2025
-1 C
Reykjavik

Ríflega níræð stjarna Chrocodile Dundee dauð: „Markar endalok ótrúlegs tímabils“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Burt, hinn gríðarstóri 5,1 metra krókódíll sem lék í myndinni Chrocodile Dundee árið 1986, lést „friðsamlega“ í dýragarði í Darwin, en hann var „yfir 90 ára gamall“. Crocosaurus Cove, krókódílagarðurinn og sædýrasafnið þar sem Burt hafði búið síðan 2008, deildi fréttum af andlátinu.

Blessuð sé minning Burts.

Burt, sem hlaut frægð sem eitt þekktasta skriðdýr heims vegna alþjóðlegrar velgengni Crocodile Dundee, sem er enn tekjuhæsta ástralska kvikmyndin frá upphafi, á upplífgangi baksögu. The Crocosaurus Cove sagði frá því hvernig Burt var veiddur snemma á níunda áratugnum, áður en hann lék stórsigur með Paul Hogan.

Teymið í dýragarðinum birti tilfinningaleg minningarorð um Burt í dag en þar stóð: „Það er með mikilli sorg sem við tilkynnum lát Burt, hins goðsagnakennda saltvatnskrókódíls og stjörnu áströlsku sígildarinnar Crocodile Dundee. Burt lést friðsamlega um helgina, talin vera yfir 90 ára, sem markar endalok ótrúlegs tímabils. Lífssaga Burt einkennist af styrk, seiglu og persónuleika eins djörfum og Top End sjálft [svæði í Ástralíu]. Burt var tekinn á níunda áratugnum í Reynolds-ánni og varð einn þekktasti krókódíll í heimi, kom fram í Crocodile Dundee og hjálpaði til við að móta ímynd Ástralíu sem land hrikalegrar náttúrufegurðar og ógnvekjandi dýralífs.“

Þau bættu við: „Árið 2008 lagði Burt leið sína til Crocosaurus Cove, þar sem hann varð ógnarlegur og heillandi sendiherra krókódílaverndar. Burt, þekktur fyrir sjálfstæði sitt, var staðfastur piparsveinn, eitthvað sem hann sýndi á fyrri árum sínum hjá krókódílagarðinum. Eldfim skapgerð hans aflaði honum virðingar jafnt umsjónarmanna sinna sem gesta, þar sem hann sýndi hinn hráa og ótamda anda saltvatnskrókódílsins.“

Teymið hélt áfram: „Burt var sannarlega einstakur. Hann var ekki bara krókódíll; hann var náttúruafl og áminning um kraft og tign þessara ótrúlegu skepna. Þó að persónuleiki hans gat verið krefjandi, var hann líka það sem gerði hann svo eftirminnilegan og elskaðan af þeim sem unnu með honum og þúsundum sem heimsóttu hann í gegnum árin. Gestir víðsvegar að úr heiminum dáðust að tilkomumikilli stærð hans og yfirgangssömu nærveru, sérstaklega á fóðrunartímanum. Teymið hjá Crocosaurus Cove vill þakka öllum sem heimsóttu Burt og hjálpuðu til við að fagna ótrúlegu lífi hans. Þegar við syrgjum missi hans erum við minnt á mikilvægt hlutverki dýralífsins í sameiginlegri sögu okkar og mikilvægi þess að varðveita það fyrir komandi kynslóðir.“

 

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -