Ótrúleg orðaskipti áttu sér stað á flugvelli í Atlanta í Bandaríkjunum á mánudaginn en vélinni hafði verið flogið frá Albany í New York-fylki. Farþegi Delta flugfélagsins sem þurfti á hjólastól að halda var óður út í starfsmann flugvallarins fyrir að hafa verið lengi að koma með hjólastólinn við útgang flugvélarinnar svo hann gæti komist ferða sinna.
Starfsmaðurinn sem kom með hjólastólinn var alls ekki sáttur með viðbrögð farþegans og hófu þau að öskra á hvort annað og má heyra farþegann kalla starfsmanninn „tík“ ítrekað. Á endanum var starfsmaðurinn fjarlægður úr rýminu. Vitni segja að lögreglan hafi talað við farþegann stuttu eftir atvikið en að hann hafi ekki verið handtekinn.
Lögreglan vildi ekki tjá sig um málið en greindi frá því að hún hefði handtekið mann sem stal þremur bílnum á sama flugvelli í nóvember en fleiri en 300 bílnum hefur verið stolið af flugvellinum á þessu ári.