Íbúar Maidens í Skotlandi sáu heldur betur furðulega sjón um helgina en þá strandaði risahákarl á strönd sjávarþorpsins fagra. Hinn sjö metra langi hákarl sást hreyfa sig í sjónum áður en hann strandaði og töldu margir sjónarvottar að hann væri ennþá lifandi en sumir héldu upphaflega að um hval væri að ræða, stærðarinnar vegna. Þegar hákarlinn var kominn upp á strönd vildi einn sjónarvottur vita hvort hákarlinn væri lifandi eða dáinn. „Ég vildi reyna að hjálpa, ef hann væri lifandi, svo ég fór blautbúning og fór í vatnið að athuga málið,“ sagði sjónarvottur við fjölmiðla í Skotlandi. Því miður var ekkert hægt að gera því hákarlinn var dáinn á ströndinni.