Litlu mátti muna að kona yrði fyrir árás risa slöngu í Queensland í Ástralíu í vikunni. Samkvæmt fjölmiðlum í Ástralíu var Rachel Jelley að fara í mestu makindum í geymsluna sína til að þess að ná í skrúfur sem hún hafi ákveðið að geyma þar inni. Í myndbandi af atvikinu sést Jelley bíða eftir að geymsluhurðin fer alla leið upp þegar risastór slanga sveiflaðist niður úr lofti geymslunnar og reyndi að ráðast á Jelley. Sem betur fer fyrir hana tókst slöngunni ekki ætlunarverk sitt í þetta skipti en henni var sýnilega brugðið. Jelley sagði við fjölmiðla að slangan kæmi reglulega inn á lóðina og hún ætlar ekki að reyna hindra að það gerist aftur. Samkvæmt Jelley skreið slangan aftur í felur eftir að hafa reynt að ráðast á hana.