Risastór krókódíll fannst með lík í kjaftinum í Flórída.
Jamarcus Bullard var á leið í atvinnuviðtal á föstudaginn var í bænum Largo í Flórída þegar hann sá krókódíl. Var þetta í fyrsta skipti sem Bullard hafði séð krókódíl á ævinni svo hann ákvað að fylgjast aðeins með honum. Eftir að hafa fylgst með honum í stutta stund taldi Bullard sig sjá mannslík í kjaftinum á krókódílnum.
Bullard ákvað í framhaldinu að hlaupa á slökkvistöð til að láta yfirvöld vita. Starfsmenn þar gerðu viðeigandi aðilum viðvart og var götunni lokað í framhaldinu. Þegar yfirvöld höfðu náð krókódílnum var það staðfest að um lík af manneskju hafi vissulega verið í kjaftinum á dýrinu. Við mælingu reyndist krókódíll vera rúmir fjórir metrar á lengd. Krókódíllinn var í framhaldinu aflífaður.