Waters gaf úr yfirlýsingu um helgina þar sem hann svarar ásökunum en hana má lesa hér að neðan í íslenskri þýðingu.
„Þeir þættir í framkomu minni sem hafa verið dregnir í efa eru nokkuð greinilega yfirlýsing á andstöðu við fasisma, óréttlæti og ofstæki í öllum sínum myndum. Tilraunir til að sýna þá þætti sem eitthvað annað, eru ósanngjarnar og pólitískar. Sú mynd sem ég hef dregið af ósvífnu lýðskrumi fasista, hefur verið hluti af tónleikum mínum síða „The Wall“ með Pink Floyd kom út árið 1980.
Ég hef eytt öllu lífi mínu í að tala gegn forræðishyggju og kúgun hvar sem ég sé hana. Þegar ég var barn, rétt eftir stríð var nafn Önnu Frank oft nefnt heima hjá okkur, hún varð varanleg áminning um hvað gerist þegar fasisminn er látinn óheftur. Foreldrar mínir börðust við nasista í seinni heimsstyrjöldinni, þar sem faðir minn borgaði æðsta verðið.
Burtséð frá afleiðingum árásanna á mig mun ég halda áfram að fordæma óréttlætið og alla þá sem það fremja.“