Föstudagur 15. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Rússar einblína nú á suður og austurhéruð Úkraínu – Svartan reyk leggur frá borginni Odessa

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rússneski herinn gerði loftárásir á hafnarborgina Odessa við Svartahaf í nótt. Stjórnvöld í Úkraínu höfðu sagt í gær að búast mætti við árásum Rússa þar um slóðir í austurhéruðunum en Odessa er í sunnanverðri Úkraínu.

Samkvæmt Rúv greindi Anton Herashchenko, ráðgjafi innanríkisráðherra Úkraínu, frá því að nokkrar af eldflaugunum hafi verið skotnar niður en að víða logi eldar í borginni. Frá iðnaðarsvæði í borginni stígur svartur reykur til himins en AFP-fréttaveitan hefur eftir hermanni að líklegast sé að Rússar hafi skotið eldflaugum að Odessa.

Forseti Úkraínu, Volodymyr Zelensky, hafði nokkru áður varað við árás Rússa á borgina. Í myndbandi sem hann sendi frá sér sagði hann að litið yrði á árásina sem stríðsglæp. „Rússar hafa alltaf komið til Odessa. Þeir hafa aðeins fundið hlýju í Odessa. Aðeins einlægni. Og hvað nú? Sprengjur gegn Odessa? Stórskotalið gegn Odessa? Eldflaugar gegn Odessa? Það yrði stríðsglæpur. Það yrði sögulegur glæpur,“ sagði Zelensky.

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -