Vísbendingar eru um að Rússar íhugi nú stríð við Finnland en Pútín hefur hótað Finnum og Svíum alvarlegum afleiðingum ef löndin sækja um aðild að Nató. Myndband náðist í síðustu viku af flutningi hergagna að landamærum Finnlands.
Erlendir fréttamiðlar á borð við Indipendant og Sky News hafa birt myndband sem tekið var í síðustu viku en á því sést flutningur á strandvarnarflaugakerfi (e. coastal defence missile systems) í Leningrad-héraði, nærri borginni Vyborg. Voru kerfin flutt um hraðbraut í átt að höfuðborg Finnlands, Helsinki.
Eldflaugakerfin eru talin vera K-300P Bastion-P sem er færanlegt strandvarnarflaugakerfi, hannað til þess að gera árásir á skip á borð við flugmóðurskip. Hafa Rússarnir notað eldflaugakerfin til þess að gera loftárásir í borgum Úkraínu. Sanna Marin, forsætisráðherra Finna sagðist nýlega vera að íhuga að sækja um aðild að Nató fyrir sumarið.
Hér fyrir neðan má sjá myndbandið:
There are Unconfirmed reports today that Russian Forces in the Leningrad Region near the City of Vyborg are beginning to move Heavy Military Equipment including K-300P Bastion Coastal Defense Missile Systems towards the Gulf of Finland and the Finnish Border. pic.twitter.com/UUtq5GQ5ej
— OSINTdefender (@sentdefender) April 11, 2022