Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

Rússar flytja sprengjuflugvélar nærri landamærum að Finnlandi og Noregi – Geta borið kjarnaodda

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rússland hefur nú sent tvær sprengjuflugvélar á herflugvöll nálægt landamærum Finnlands og Noregs. Báðar vélarnar geta borið kjarnaodda.

Samkvæmt rússneska útlagafjölmiðlinum Meduca, hefur Rússland sent tvær sprengjuflugvélar af gerðinni Tu-160 og 14 Tu-95 á Olenya herflugvöllinn á Kola-skaga. Báðar geta flugvélarnar borið eldflaugar sem og kjarnaodda. Náðst hefur gervihnattamyndi af flugvellinum en fyrir var talsverður fjöldi herflugvélar á vellinum.

Gervihnattamynd sem sýnir sprengjuflugvélarnar

Flugvöllurinn er staðsettur aðeins 200 kílómetra frá landamærum Rússlands að Finnlandi og Noregi.

Sprengjuflugvélarnar sem sendar voru á Olenya-flugstöðina hafa tekið þátt í stýriflaugaárásum á Úkraínu, segir í frétt Barents Observer. Útvarpseftirlitsmaður sem fylgist með rússnesku herflugi sagði að flugvélar hafi farið í loftið frá Olenya-flugstöðinni næstum á hverjum degi í síðustu viku, þar á meðal til að taka þátt í bardögum í Úkraínu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -