Föstudagur 13. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Rússar gjöreyddu barnasjúkrahúsi í Úkraínu í loftárás – Tugir látnir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Að minnsta kosti 30 manns hafa látið lífið í sprengjuárás Rússa sem gerð var á borgir í Úkraínu í dag og var einni eldflauganna skotið á stærsta barnaspítala í Kænugarðs, höfuðborg Úkraínu.

Talið er að um 40 eldflaugum hafi verið skotið inn fyrir landamæri Úkraínu og yrðu miklar skemmdir á ýmsum innviðum, verslunum og íbúðarhúsnæði samkvæmt fréttastofunni Reuters. „Allir viðbragðsaðilar hafa verið virkjaðir til þess að bjarga eins mörgum og mögulegt er. Heimurinn allur ætti að beita sér af fullum krafti til þess að binda enda á árásir Rússa,“ sagði Selenskí, forseti Úkraínu um árásina. Borgarstjóri Kænugarðs lét hafa eftir sér að þetta væri með skæðustu árásum á borgina síðan innrás Rússlands hófst í byrjun 2022.

Yfirvöld í Rússlandi hins vegar neita að eldflaugunum hafi verið ætlað að særa almenna borgara og segja að þeim hafi verið beint að skotmörkum sem hafi hernaðarlegt gildi.

Rescuers and volunteers clean up the rubble and search victims after Russian missile hit the country's main children hospital Okhmadit during massive missile attack on many Ukrainian cities in Kyiv, Ukraine, Monday, July 8, 2024. A major Russian missile attack across Ukraine killed at least 20 people and injured more than 50 on Monday, officials said, with one missile striking a large children’s hospital in the capital, Kyiv, where emergency crews searched rubble for casualties. (AP Photo/Efrem Lukatsky)

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -