Tæknirisinn og milljarðamæringurinn Elon Musk heimsótti Hvíta húsið á þriðjudaginn með fjögurra ára syni sínum, X ÃA-Xii en meint hegðun drengsins hefur vægast sagt vakið athygli.
Musk hélt sameiginlegan blaðamannafund með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á skrifstofu forsetans (e. Oval Office). Hins vegar virtist ungur sonur hans vera óánægður með nærveru forsetans.
Myndskeið sem hefur farið á dreifingu á samfélagsmiðlunum sýna barnið hvísla furðulegum yfirlýsingum að Trump. Fullyrt er að hinn fjögurra ára gamli hafi sagt forseta Bandaríkjanna að „þegja“ meðan á blaðamannafundinum stóð. X Ã A-Xii sneri sér síðan til hliðar og boraði í nefið, þurrkaði horinu í hið merka skrifborð forsetans, sem var gjöf frá Viktoríu drottningu til Rutherford B. Hayes forseta árið 1880.
Annað myndskeið sýnir son Musk koma að Trump, sem reyndi að líta undan. Drengurinn er sagður hafa sagt með kæfðri röddu: „Þú ert ekki forsetinn. Þú þarft að fara í burtu.“ Trump brást við með því að líta niður en svaraði ekki.
Musk lyfti syni sínum að lokum upp á öxl hans á meðan hann hélt áfram að svara spurningum fjölmiðla.
Ekki eru allir á því að drengurinn hafi sagt þetta við Donald Trump en hér fyrir neðan má sjá eitt af myndskeiðunum sem er í dreifingu:
View this post on Instagram