Alls hafa 193 starfsfmenn Hjálparstofnunar Sameinuðu þjóðanna fyrir palestínska flóttamenn (UNRWA) verið drepnir í árásum Ísraelshers frá 7. október 2023. Aldrei áður hafa svo margir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna fallið í árásum.
„Gaza er hættulegasti staður í heimi fyrir hjálparstarfsmenn. Síðan stríðið hófst hafa 193 starfsmenn UNRWA verið drepnir – Hæsta mannfall í sögu Sameinuðu þjóðanna. Þrátt fyrir þetta halda samstarfsmenn okkar áfram að vinna að því að styðja fjölskyldur og veita aðstoð í hinni skelfilegu mannúðarkreppu,“ segir UNRWA á X-inu.
Auk þess að drepa starfsmenn UNRWA hafa árásir Ísraela á mannvirki sem UNRWA hefur rekið á Gaza, drepið að minnsta kosti 497 manns á flótta sem leituðu skjóls þar, samkvæmt nýjustu ástandsuppfærslu stofnunarinnar.
#Gaza is the most dangerous places in the world for aid workers. Since the war began, 193 @UNRWA colleagues have been killed – the highest death toll in @UN history.
Despite this, our colleagues keep working to support families & provide aid amid the dire humanitarian crisis. pic.twitter.com/TNcpGToi1V
— UNRWA (@UNRWA) June 17, 2024