Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

„Maður er eins og sprungin blaðra eftir svona átak“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Chromo Sapiens, sýning Hrafnhildar Arnardóttur sem gengur undir listamannsnafninu Shoplifter, hefur notið mikilla vinsælda síðan hún opnaði þann 23. janúar. Á tæpri viku höfðu 7000 manns lagt leið sína í Listasafn Reykjavíkur til að skoða verkið. Hrafnhildur er himinlifandi með þessa miklu aðsókn á sýningu hennar á Íslandi.

„Ég átti von á að ná til margra með verkinu líkt og í Feneyjum,“ segir Hrafnhildur en Chromo Sapiens var framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum 2019.

„En þessi gífurlegi áhugi og fjöldi gesta sem hafa komið á sýninguna í Hafnarhúsinu sló mig alveg út af laginu og það er sjaldan sem ég verð orðlaus. Ég fyllist bara lotningu og þakklæti til listagyðjunnar að veita mér innblástur við að skapa verkið sem snertir fólk djúpt og nærir sálina með litum, áferð og hljóði. Verk sem hreyfir við öllum skilningarvitunum og hleypir okkur svo út í amstur dagsins og lífið með meiri bjartsýni og gleði.“

„Ég fyllist bara lotningu og þakklæti…“

Chromo Sapiens er stórt í sniðum en í verkið er rúmt tonn af gervihári notað. Aðspurð hvernig hafi gengið að setja verkið upp í Listasafni Reykjavíkur segir Hrafnhildur það hafa gengið vel og að hún og teymið sem var henni innan handar hafi náð að setja verkið upp á tiltölulega stuttum tíma.

Chromo Sapiens er þakið miklu magni af einkennisefniviði Hrafnhildar; gervihári. Litir, hljóð og aðlaðandi áferð leiða gesti í gegnum þrjú ólík rými. Mynd / Listasafn Reykjavíkur

„Það gekk alveg vonum framar að setja sýninguna upp í Hafnarhúsinu. Það á ég að þakka frábæru samstarfsfólki sem setti upp og tók niður verkið í Feneyjum. Nú svo er Listasafn Reykjavíkur náttúrulega með frábært starfsfólk, valin manneskja í hverju horni svo við náðum að setja verkið upp á tiltölulega stuttum tíma eða tæpum þremur vikum. Svo fengum við starfsnema sem unnu af eldmóði með okkur og af samheldni tókst þetta líka svona glimrandi.“

Hrafnhildur viðurkennir að það fylgi því spennufall að setja svo stórt verk upp. „Maður er eins og sprungin blaðra eftir svona átak að koma þessu aftur upp. En mesta spennufallið var eftir að verkið var opnað í Feneyjum. Nú var bara meira spennandi að fá að sýna verkið hér heima og ég er kampakát.“

- Auglýsing -

Sjá einnig: 7.000 manns skoðað Chromo Sapiens á tæpri viku – „Ég myndi segja að áhuginn væri óvenjumikill“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -