Þriðjudagur 29. október, 2024
4.2 C
Reykjavik

Samstarfsfélagar Navalny vanda Putin ekki kveðjurnar: „Hann er blóðsjúgandi veggjalús“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Félagar Alexey Navalny vanda Rússlandsforseta ekki kveðjurnar eftir blaðamannafund hans í gær.

Vladimir Putin tryggði sér fimmta kjörtímabilið sem forseti Rússlands, í gær en á blaðamannafundi eftir að úrslitin voru kunngjörð, nefndi forsetinn á stjórnarandstöðuforingjann Alexey Navalny í fyrsta skipti á nafn. Harmaði hann andlát hans og sagðist hafa verið búinn að samþykkja fangaskipti á honum og nokkrum föngum í Vestrænum fangelsum. Orðrétta sagði Putin: „Hvað varðar herra Navalny. Já, hann dó. Það er alltaf sorglegur atburður. En það eru til fleiri skipti þar sem fólk deyr í fangelsum. Gerist það ekki í Bandaríkjunum? Þetta hefur gerst oftar en einu sinni. Nokkrum dögum áður en Navaln lést, komu einhverjir samstarfsfélagar mínir og sögðu mér frá hugmyndum um að skipta Navalny út fyrir eitthvað fólk í Vestrænum fangelsum. Þið megið trúa mér eða ekki, en áður en manneskjan sem talaði við mig hafði klárað setninguna sagði ég: „Ég samþykki það.“ En því miður gerðist það sem gerðist. “

Fólk úr liði Navalny er afar ósátt við þessi orð forsetans og eru harðorð á samfélagsmiðlunum.

Maria Pevchikh, stjórnarmeðlimur í samtökum Alexey Navalny, Anti-Corruption Foundation segist vanta orð. „Ég er orðlaus. Þvílíkt kalhæðinn og lygasjúkur skíthæll. Ótrúlegt.“

Gerogy Alburov, rannsakandi hjá Anti-Corruption Foundation kallar Putin raðmorðingja. „Ef allir raðmorðingjar fengju blaðamannafund í stað réttarhalda, myndu þeir allir líta svona út. Ég hata þetta.“

Fyrrverandi stjórnarmaður hjá Anti-Corruption Foundation, Leonid Volkov segir Rússlandsforseta með þessu viðurkenna að hafa drepið Navalny. „Putin nefndi Navalny á nafn í fyrsta skipti. Mánuði eftir að hafa drepið hann á lymskulegan hátt. Og hann staðfesti það sjálfur – hann drap hann til að forðast fangaskipti. Hann er blóðsjúgandi veggjalús. Bráðum mun hann springa, og hvílík klessa sem það verður. Putin drap Alexey Navalny. Nú hefur hann ákveðið að það sé engin þörf á að þykjast lengur. Hann staðfesti þetta sjálfur. Og hann lofar að halda áfram að drepa og drepa.“

- Auglýsing -

Frétt þessi er gerð upp úr frétt rússneska útlagamiðilsins Meduza.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -