Sarah Silverman skýtur föstum skotum á fólk sem vill fá að dreifa lygum og falsfréttum og fela sig á bakvið tjáningarfrelsið.
Grínistinn og leikkonan Sarah Silverman skrifaði nokkuð eldfima færslu á X (áður Twitter) þar sem hún bendir á að það fólk sem vilji fá að dreifa lygum og falsfréttum, hafi sjálft bannað hundruðum bóka en þar er hún hugsanlega að vitna í tilraunir hægri manna í Bandaríkjunum, til að banna bækur í grunnskólum, sem fjalla um hinsegin málefni.
Sarah skrifaði eftirfarandi færslu:
„Fólkið sem heldur að falsfréttir og dreifing lyga sé „tjáningarfrelsi“, hefur bannað hundruði bóka. Fleiri bækur en þessir svikahrappar munu nokkurn tíma lesa í þeirra skítlega, hommahatandi lífi.“
The people that think misinformation and spreading lies is “free speech” have banned hundreds of books. More books than any of these grifters will ever read in their shitty cunty homophobic hate-fueled lifetimes.
— Sarah Silverman (@SarahKSilverman) September 29, 2023