Mánudagur 6. janúar, 2025
-3.2 C
Reykjavik

Sárþjáður drengur þarf að bíða í 12 mánuði eftir tannlæknatíma: „Ó, æ, æ, ekki að borða“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þriggja ára drengur í Bretlandi, sem þjáist af alvarlegu tannvandamáli, neyðist til að bíða í að minnsta kosti ár eftir tannlæknaþjónustu.

Mirror segir frá hinum þriggja ára gamla Sid Hall, sem þjáist af því sem á ensku kallast hypomineralisation, stundum kallað kalktennur en hann þarf að láta fjarlægja fjórar þeirra. En vegna ungs aldurs hans verður hann að gangast undir svæfingu sem framkvæmd er af sérfræðiteymi. Móðir Sid, Claire, segir erfiðleikarnir við að fá tannlæknaþjónstu hjá ríkisreknum (NHS) tannlæknum hafi þau keðjuverkandi áhrif að sjúkrahús í nágrenni heimilis hennar í Scarborough, valdi ekki að þjónusta sjúklinga sína. 

Hún sagði að Sid þjáist oft af sársauka, eigi erfitt með að borða og að málþroski hans hafi skerst. Hún sagði: „Það eina sem ég get gert er að gefa honum Calpol og Bonjela. Í síðustu viku var hann bara að segja „ó, æ, æ, ekki að borða.“

Kvillinn sem hrjáir Sid, kom sennilega fram þegar Claire var ólétt af honum eða í frumbernsku hans og hefur ekkert að gera með slæma tannhirðu. „Hann þarf að hafa fjórar aftari tennurnar úr því þrjár eru alveg rotnar og ein hefur bara molnað í burtu. Restin af tennurnar hans eru fallegar,“ sagði Claire.

Claire, sem vinnur í verslun og býr með eiginmanni sínum Chris, gagnrýnir kerfið harðlega. „Ég trúi ekki að við séum í þessari stöðu í þessu þróaaða landi. Kerfið þjónar einfaldlega ekki tilgangi sínum.“

NHS tannlæknir Sids vísaði drengnum til sérfræðings en í júní var fjölskyldunni sagt að biðin væri allt að 12 mánuðir, bara eftir frummati vegna „mikillar eftirspurnar.“

 

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -