Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Segir Ísraela gera hjálparstarf ómögulegt: „Við höfum ekki burði til að starfa eftir bestu getu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Louise Wateridge, yfirmaður samskiptamála hjá Þróunarastoð Sameinuðu þjóðanna í Palestínu eða UNRWA, segir að nýjustu rýmingarskipanir Ísraels á Gaza hafi neytt starfsmenn Sameinuðu þjóðanna undanfarna 48 klukkustundir til að flytja og „endurskipuleggja aðgerðir“.

Hún sagði Al Jazeera frá az-Zawayda á Gaza að aðgerðum Sameinuðu þjóðanna hefði ekki verið hætt þrátt fyrir miklar áskoranir sem ísraelskar hersveitir sköpuðu með „nýjum reglum“.

„Það er ekkert annað en barátta að útvega það sem fólk þarf hér vegna þess að við fáum ekki næga aðstoð. Við fáum ekki nægar birgðir inn og við höfum ekki nægan aðgang til að dreifa til fólks,“ sagði Wateridge.

„Það eru svo margir sem deyja á Gaza út af einhverju sem hægt er að meðhöndla, fólki er hægt að bjarga, en við höfum ekki burði til að gera þetta fyrir þá. Við höfum ekki burði til að starfa eftir bestu getu.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -