Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

Segir Karl III hafa gert stór mistök: „Þetta lítur skelfilega út“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sérfræðingur í bresku konungsfjölskyldunni segir Karl III konung hafa gert „stór mistök“ að reka Harrý prins og Meghan Markle eiginkonu hans, af heimili þeirra, Frogmore Cottage, og bjóða Andrési prins að flytja þangað.

Andrés, prins og meintur barnaníðingur

Eins og heimurinn veit, þá hafa hertoginn og hertogaynjan af Sussex staðfest þær fregnir að þau hafi verið „beðin um að yfirgefa“ breska heimili þeirra en sagt er að þau séu í „sjokki“ vegna þess.

Sagt hefur verið að hinn smáði Andrés hafi verið boðið að flytja inn í Frogmore Cottage en bróðir hans, konungurinn hafði áður beðið hann að yfirgefa 30 herbergja slotið hans, Royal Lodge. Frogmore Cottage hefur aðeins 5 herbergi.

Hans hátign hefur tekið hið ótrúlega skref að biðja Harrý og Meghan að yfirgefa heimili þeirra fyrir fullt og allt, eftir að Harrý gaf úr sínar eldfimu endurminningar fyrir síðustu jól.

Samkvæmt Dr. Tessa Dunlop, sem er sérfræðingur í konungsfjölskyldunni sem og sagnfræðingur, ríkir talsverð Þórðargleði meðal margra Breta, eftir að fréttir bárust af hinni hörðu afstöðu sem konungurinn sýnir Harrý og Meghan. En Tessa telur að Karl III hafi með þessu farið gegn vilja Elísabetar heitinnar Bretlandsdrottningu, sem reyndi að halda Harrý innanborðs í fjölskyldunni. „Breska þjóðin hefur brugðist við fréttunum með Þórðargleði. Sem að einhverju leyti er skiljanlegt,“ sagði Tessa í samtali við Mirror. „Harrý prins hefur kastað þó nokkrum munnlegum handsprengjum í fjölskyldu sína og stofnunina sem hann eitt sitt tilheyrði. En hann gerði það út frá veikleika, utanfrá, út frá sársauka og honum fannst hann vera á hliðarlínunni. Sjálfsöruggt konungsveldi með breiðar axlir hefði staðið af sér storminn. Þar sem krýningin er á næsta leyti, hefur Karl III öðrum mikilvægari hnöppum að hneppa. En í staðinn hefur konungurinn vísað parinu frá Frogmore Cottage, sem var rausnarleg gjöf frá drottningunni sálugu og farið þannig algjörlega gegn hinum sáttfúsa stíl sem móðir hans var þekkt fyrir. Og það sem verra er þá hefur hann bætt á vanda Sussex-hjónanna með því að bjóða Andrési prins að flytja úr sínu risa húsi og í Frogmore Cottage. Stór mistök. Þetta lítur skelfilega út.“

Og þrátt fyrir að Tessa viðurkenni að almenningur áliti ákvörðun konungsins góða, þá geti þetta „minnkað“ konungsveldið og það aðeins nokkrum vikum fyrir krýninguna.

- Auglýsing -

Bætti hún við: „Drottningin sáluga reyndi mikið að halda Harrý við borðið. Frogmore Cottage var partur af þeirri tilraun. Hún var einnig vægin við Andrés. Karl, í viðleitni sinni til að sína vald sitt á stjórnartíð sinni, hefur afturkallað þessar tilraunir með því að blanda saman aðskildum málefnum Harrý og Andrésar og það lítur þannig út að konungur okkar sé meira annt um hinn smánaða bróður sinn, en son sinn og erlenda tengdadóttur sína sem deila á fjölskylduna.“

Meghan, Harrý og Elísabet heitin

Ennfremur sagði doktorinn að: „Almenningsdómstóllinn gæti verið á sama máli og Karl konungur en á alþjóðavísu hefur þetta gert lítið úr konungsveldi okkar aðeins vikum áður en boðskort verða send út fyrir stærstu opinberu athöfn ársins 2023, krýninguna. Nú getur fólk hlakkað til að sjá Andrés prins í athöfninni, í stað Sussex-hjónanna.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -