„Það er ekki lengur nóg að takast á við veikindi eins og þau koma – við verðum að berjast gegn þeim á hverjum degi,“ skrifar Ione Gamle í pistli á The Guardian. Ione segir fólk, þá helst yngri kynlóðirnar, vera orðið heltekið af ,,vellíðan‘‘.
„Vellíðan er það áhrifamesta sem þú getur gert – og sem einhver, sem er varanlega illa haldinn, mun ég alltaf vera álitinn minni. Ég hef eytt stórum hluta af tvítugsaldrinum í að læra að sætta mig við að ég verði aldrei heilbrigður eftir að hafa verið greindur með ólæknandi sjúkdóm – Crohns sjúkdóminn – tveimur vikum eftir 19 ára afmælið mitt.“
„Við erum orðin algjörlega heltekin af þeirri hugmynd að vellíðan sé lykillinn að farsælu lífi; að sambönd okkar, störf, vinátta og geðheilsa muni allt líða fyrir þjáningu nema við leitumst að „vellíðan“ umfram allt. Við virðumst hafa komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að ef þú ert ekki að koma í veg fyrir heilsubrest þá ertu ábyrgðarlaus efasemdarmaður.“
„Við erum hvött til að líta á heilsu okkar og vellíðan sem afgerandi þátt í hverri ákvörðun sem við tökum og erum stöðugt að leita leiða til að bæta tilveru okkar með því að hagræða innra með okkur. Vellíðan, á 21. öld, hefur komið í stað trúarbragða sem siðferðismerkisins sem við lifum lífi okkar eftir,“ skrifar Ione en pistilinn má nálgast í heild sinni hér.