Í yfirlýsingu frá fjölmiðlaskrifstofu yfirvalda á Gaza er lítið gert úr hótunum ísraelskra embættismanna vegna fullyrðinga um að rangt lík hafi verið skilað til Ísraels á fimmtudag.
Yfirvöld segja að líkamsleifar kvenkyns gísls hafi fundist í bland við leifar annars fólks undir rústum byggingar, sem varð fyrir látlausum loftárásum Ísraelshers á Gaza.
Segja yfirvöld að þetta sé bara vitnisburður um það sem gerðist síðustu 15 mánuði í hinni linnulausu sprengjuherferð Ísraela.
Margir hinna myrtu voru fjarlægð undan rústunum í tætlum og var mörgum líkanna safnað í plastpoka og flutt á sjúkrahús, samkvæmt Al Jazeera. Í frétt miðilsins segir meðal annars: „Þegar við fórum yfir það sem gerðist á Gaza sáum við þetta með eigin augum á sjúkrahúsum.“
Hamas tekur málinu alvarlega
Hamas segist vita af fullyrðingum um lík gísls sem látinn var laus í gær og skoða þær „af fullri alvöru“.
„Við bendum líka á möguleikann á mistökum eða skörun varðandi líkin, sem gæti hafa stafað af því að hernámsherinn sprengdi staðinn þar sem fjölskyldan var ásamt öðrum Palestínumönnum,“ sagði hópurinn í yfirlýsingu sem birt var á Telegram.
Hamas sagði að þeir myndu upplýsa sáttasemjara um niðurstöður rannsóknarinnar og krefjast þess einnig að líkinu sem Ísraelar segja tilheyra palestínskri konu verði skilað.
Hamas bætti við að þeir „muni tilkynna niðurstöðurnar á gagnsæjan hátt“.
Hamas lagði áherslu á að þeir hefðu engan áhuga á að „geyma lík“ gíslanna.