Þriðjudagur 17. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Segja Ísraelsher hafa beint árásum sérstaklega á Lækna án landamæra: „Þetta var skelfilegt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í yfirlýsingu frá Læknum án landamæra um árás Ísraelshers fyrr í dag í al-Mawasi, í suðurhluta Gaza, segir að árásin hafi sérstaklega beinst að samtökunum.

Hópurinn segir að í hörðum átökum hafi 12 liðsmenn þeirra og fjölskyldur þeirra verið umkringdir sprengjuárásum og miklum skotárásum á heimili þeirra, á meðan meira en 30 aðrir voru fastir á skrifstofu Lækna án landamæra.

„Skriðdrekar réðust inn á svæðið þar sem við búum. Þetta var skelfilegt. Við lágum á jörðinni á heimilum okkar í marga klukkutíma og það virtist sem skothríðin væri beint sérstaklega í áttina til okkar,“ sagði starfsmaður samtakanna.

Læknar án landamæra sögðust hafa neyðst til að loka bráðamóttöku sinni á heilsugæslustöðinni á svæðinu vegna óöryggis, þannig að fólk gat ekki fengið lífsbjargandi aðhlynningu, jafnvel þótt sært fólk væri að koma á heilsugæsluna.

Í yfirlýsingu samtakanna segir ennfremur: „Læknar án landamæra hafa miklar áhyggjur af öryggi starfsfólks síns og sjúklinga á Gaza og biðla til allra aðila átakanna til að vernda óbreytta borgara og alla hjálparstarfsmenn og koma á tafarlausu og varanlegu vopnahléi á Gaza-ströndinni.“

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -