Í yfirlýsingu frá Læknum án landamæra um árás Ísraelshers fyrr í dag í al-Mawasi, í suðurhluta Gaza, segir að árásin hafi sérstaklega beinst að samtökunum.
Hópurinn segir að í hörðum átökum hafi 12 liðsmenn þeirra og fjölskyldur þeirra verið umkringdir sprengjuárásum og miklum skotárásum á heimili þeirra, á meðan meira en 30 aðrir voru fastir á skrifstofu Lækna án landamæra.
„Skriðdrekar réðust inn á svæðið þar sem við búum. Þetta var skelfilegt. Við lágum á jörðinni á heimilum okkar í marga klukkutíma og það virtist sem skothríðin væri beint sérstaklega í áttina til okkar,“ sagði starfsmaður samtakanna.
Læknar án landamæra sögðust hafa neyðst til að loka bráðamóttöku sinni á heilsugæslustöðinni á svæðinu vegna óöryggis, þannig að fólk gat ekki fengið lífsbjargandi aðhlynningu, jafnvel þótt sært fólk væri að koma á heilsugæsluna.
Í yfirlýsingu samtakanna segir ennfremur: „Læknar án landamæra hafa miklar áhyggjur af öryggi starfsfólks síns og sjúklinga á Gaza og biðla til allra aðila átakanna til að vernda óbreytta borgara og alla hjálparstarfsmenn og koma á tafarlausu og varanlegu vopnahléi á Gaza-ströndinni.“