Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Segja Timur Ivanov hafa verið handtekinn vegna landráða: „Mútuákæran eru fyrir almenning“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ekki trúa allir opinberu ástæðunni fyrir handtöku aðstoðarvarnamálaráðherra Rússlands.

Degi eftir að Timur Ivanov, aðstoðarvarnarmálaráðherra Rússlands, var handtekinn fyrir að hafa þegið mútur, hefur dómstóll í Moskvu sent hann í tveggja mánaða gæsluvarðhald. Er hann þar með æðsti embættismaðurinn til að sæta ákæru vegna glæps á undanförnum árum í Rússlandi.

Samkvæmt rannsakendum tók Ivanov þátt í glæpsamlegu samsæri þar sem hann þáði „einstaklega stórar mútur“ á meðan hann hafði umsjón með framkvæmdum og viðgerðum varnarmálaráðuneytisins. Sergey Borodin, vinur Ivanovs, hefur einnig verið úrskurðaður í gæsluvarðhald.

Hins vegar greindi óháða fréttasíðan iStories á miðvikudaginn að raunveruleg ástæða handtöku Ivanovs væri grunur um landráð, og vitnaði í tvo heimildarmenn sem tengjast alríkisöryggisþjónustu Rússlands (FSB). „Mútuákæran eru fyrir almenning. Þeir vilja ekki tala opinberlega um landráð núna, það er stórt hneyksli. Þetta er staðgengill varnarmálaráðherrans, þegar allt kemur til alls,“ hefur blaðið eftir heimildarmanni.

Seinni heimildarmaðurinn sagði að Vladimir Pútín hafi gefið „skipunina eftir að hafa verið sannfærður um að málið snerist aðallega um landráð“ og að „enginn hefði handtekið [Ivanov] fyrir spillingu.“

Fyrst var greint frá handtöku Ivanovs í gærkvöldi. Samkvæmt rússneskum ríkisfjölmiðlum verður hann vistaður í Lefortovo gæsluvarðhaldsfangelsinu í Moskvu á meðan frumrannsókn yfirvalda stendur yfir. Telegram rás 112 sagði að rannsakendur hafi hafið leit í húsi í eigu Ivanov í Dagestan, en rásin VChK-OGPU greindi frá því að þrír aðrir hafi verið handteknir í tengslum við málið.

- Auglýsing -

Dmitry Peskov, upplýsingafulltrúi Kremlar, sagði blaðamönnum á miðvikudagskvöldið að Vladimír Pútín hafi verið tilkynnt um handtöku Ivanovs og að Sergey Shoigu varnarmálaráðherra hafi verið „upplýstur fyrirfram“. Vitað er að Ivanov hefur lengi verið bandamaður Shoigu, eftir að hafa starfað sem hans staðgengill ríkisstjóra á Moskvu-svæðinu árið 2012.

Ivanov hefur haft umsjón með fjölmörgum byggingarverkefnum sem aðstoðarvarnarmálaráðherra, þar á meðal aðaldómkirkju rússneska hersins, Patriot Park skemmtigarðinn í Moskvu og endurreisn hinnar hernumdu Mariupol-borg. Árið 2019 var hann á lista Forbes í Rússlandi yfir ríkustu öryggisfulltrúa landsins.

Eftir handtöku Ivanovs sagði heimildarmaður Forbes að Ivanov væri „maðurinn hans Shoigu“ en að hann hefði „lent í einhverju veseni“ og „spurningar hefðu hrannast upp“ í kringum hann. Heimildarmaðurinn gat þess að handtaka hans gæti verið hluti af „hreinsun“ á innsta hring Shoigu til undirbúnings fyrir hugsanlega brottför ráðherrans úr varnarmálaráðuneytinu.

- Auglýsing -

Ivanov hefur verið viðfangsefni fjölda rannsókna blaðamanna á spillingu. Árið 2022 tilkynnti teymi Alexei Navalny að fjölskylda aðstoðarráðherrans ætti margar dýrar eignir á Moskvu svæðinu. Síðar sama ár greindi teymið frá því að fyrsta eiginkona Ivanovs hefði eytt hundruð þúsunda evra í skartgripi, fatnað og frí í gegnum árin, þar sem milligöngu aðilar og fyrirtæki borguðu reglulega reikninginn. Ivanov hefur orðið fyrir refsiaðgerðum af hálfu Bandaríkjanna og ESB.

Fréttin er unnin upp úr frétt Meduza.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -