Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Setti Prigozhin dauða sinn á svið? Fimm spurningar um meint andlát stríðsherrans

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sögusagnir eru á kreiki um meint andlát Wagner-stjórnandans Yevgeny Prigozhin er einkaflugvél í hans eigu hrapaði nærri Moskvu á föstudaginn en allir innanborðs, 10 manns, létust. En var Prigozhin um borð?

Hinn bannfærði stríðsherra er sagður einn af þeim látnu en margir telja hann hafa verið á svokölluðum „drápslista“ Vladimirs Putins Rússlandsforseta, eftir að Prigozhin gerði misheppnaða valdaránstilraun fyrir tveimur mánuðum síðan. Telegram-rásir tengdar stríðsherranum tilkynntu andlát hans á föstudagskvöld, stuttu eftir að fréttir bárust af flughrapinu.

Hvað olli slysinu?

Vitni heyrðu mikinn hvell áður en þau sáu flugvélina „falla af himnum ofan“ með miklum eldglæringum. Ljósmyndir sýndu brennandi flugvélaflakið á akri í Tver-umdæminu en svartur reykurinn sást í margra kílómetra fjarlægð.

Rússneskir samfélagsmiðlar eru fullir af vangaveltum um að dýrt vín sem var um borð hafi í raun verið dulbúnar sprengjur á meðan aðrir telja að flugvélin hafi verið skotin niður af rússneska hernum. Putin hefur ekki enn gefið út yfirlýsingu um málið.

Prigozhin, 62 ára, ruddist í átt að Moskvu ásamt málaliðaher sínum í júní, til þess eins og hætta valdadránið þegar aðeins 200 kílómetrar voru eftir og snúa við, til að „hlífa rússnesku blóði“. Eftir þetta fór hann í útlegð í Belarús og hefur látið lítið fyrir sér farað síðan.

- Auglýsing -

Þrátt fyrir að rússneskir embættismenn hafi tilkynnt um dauða Prigozhin, eru ýmsum spurningum enn ósvarað. Hér eru fimm þeirra:

Hverjir voru um borð í flugvélinni?

Rússneskir embættismenn segja að Prigozhin hafi verið meðal þeirra tíu látnu í flakinu en Alríkisflugmálastofnun Rússlands birti lista með nöfnum þeirra sem taldir hafa látist í flugvélinni.

- Auglýsing -

Hægri hönd Prigoszhin, Dmitry Utkin er einnig sagður meðal hinna látnu en hann er einn af stofnendum Wagner-hópsins. Þá er Valeriy Chekalov, sem hefur áður sætt refsiaðgerðum af Bandaríkjunum vegna tengsla hans við málaliðaherinn, verið nefndur sem einn af þremur flugmönnum vélarinnar.

„Einkaflugvél sem fljúga átti frá Moskvu til Sánkti Pétursborg, hrapaði til jarðar,“ sagði í rússneska ríkissjónvarpinu TV Rossiya24. „Tíu létust. Yevgeny Prigozhin var meðal farþega.“

Hægt var að greina númerið 795 á flaki vélarinnar, sem passar við númer flugvélar í eigu Prigozhin. Hins vegar hafa andlátin ekki fengist staðfest annarsstaðar.

Var önnur flugvél á svæðinu?

Vitni segjast hafa séð aðra flugvél sem tengist Wagner-hópnum, sikksakka yfir sama héraði, 96 kílómetrum frá höfuðborginni. Og nú segja heimildarmenn nánir Prigozhin að þótt að flugvélin sem hrapaði á föstudaginn hafi verið í eigu hans, flygi hann oftast með hinni flugvélinni.

Orðrómur er nú á kreiki um að þarna hafi Prigozhins falsað eigin dauða. Stríðsherrann hafði snaraukið öryggi sitt og látið lítið fyrir sér fara síðan hann fór í útlegð í Belarús.

Gæti Prigozhin hafa sett andlát sitt á svið?

Keir Giles, meðlimur hugveitunnar Chatham House, varaði fólk við hugsanlegum blekkingum: „Það hefur verið gefið út að farþegi að nafni Yevgeny Prigozhin hafi verið um borð í flugvélinni – en það er einnig vitað að fjöldi einstaklinga hafa breytt nafni sínu í Yevgeny Prigozhin, í tilraun til að fela slóð sína er hann ferðast. Við skulum ekki vera hissa ef hann poppar upp fljótlega í myndskeiði frá Afríku.“

Hvað gerist næst?

Putin hefur ekki enn gefið út opinbera yfirlýsingu vegna atviksins og ekki er vitað hver næstu skref hans verða en í ljósi þess að flestir sem létust í slysinu eru taldir hafa verið háttsettir Wagner-liðar, hefur ógnin sem stafar að forsetastól hans, minnkað til muna.

Málaliðar úr röðum Wagner segjast nú undirbúa hefndaraðgerðir. Í tilkynning frá Wagner, sem birtist í The Sun sagði: „Við segjum það beint út að okkur gruni að yfirvöld í Kreml, með Putin fremstan í flokki, hafi gert tilraun til að drepa hann!“ Bættu þeir við: „Ef dauði Prigozhin verður staðfestur, munum við skipuleggja aðra göngu til Moskvu!“ Þá hafa vopnaðir menn, sem segjast vera í Wagner-hópnum, deilt myndskeiði á netinu þar sem þeir segja meðal annars: „Næstu skref Wagner eru mikið rædd um þessar mundir. Við getum sagt ykkur eitt. Við erum að byrja, verið tilbúin.“

Frétt þessi var unnin upp úr frétt The Mirror.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -