Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-11.2 C
Reykjavik

Sex ára stúlka föst í bifreið eftir árás Ísraelshers – Ekkert vitað um afdrif björgunarmanna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sex ára palestínsk stúlka er föst í bíl með látnum fjölskyldumeðlimum sínum, eftir árás ísraelska hersins. Rauði hálfmáninn hefur misst sambandið við sjúkraliða sem gerðu tilraun til að bjarga stúlkunni seint á mánudaginn.

Hjálparsamtökin Rauði hálfmáninn í Palestínu hefur misst samband við sjúkraliða samtakanna sem gerðu tilraun seint á mánudaginn, til að bjarga sex ára stúlku úr bifreið sem varð fyrir árás Ísraelshers í Gaza-borg en foreldrar frænku hennar voru drepin í árásinni, ásamt fjórum börnum sínum.

Rauði hálfmáninn fékk símtal frá hinni 16 ára Layan Hamadeh, frænku hinnar sex ára Hind Hamadeh, og bað í ofvæni um aðstoð því bíllinn væri umkringdur skriðdrekum og hermönnum. Nokkrum sekúndum eftir að Layan hóf símtalið heyrðust fjölmörg skothljót og óp í stúlkunni. Eftir skothljóðin, hætti hún að svara.

Sjúkrabíll var sendur á staðinn seint á mánudagskvöldið en hefur ekki snúið aftur, samkvæmt Rauða hálfmánanum, en samtökin hafa enn ekkert heyrt frá sjúkraliðunum.

„Upplýsingar um afdrif þeirra eru enn á huldu og við höfum miklar áhyggjur af örlögum þeirra, óviss um hvort þeim hafi tekist að koma henni í burtu eða ekki,“ sagði í yfirlýsingu Rauða hálfmánans.

Blaðamaður fyrir The New Arab á Gaza staðfestir að árásin hafi gerst nærri Íslamska háskólanum á Gaza en það svæði hefur orðið fyrir gegndarlausu sprengjuregli Ísraelshers frá upphafi stríðsins 7. október. Brak úr rústum húsa á svæðinu liggur víða á vegum hverfisins sem gerir erfitt fyrir sjúkrabíla að komast að særðum.

- Auglýsing -

Hind litla var með frænda sínum Bashar Hamadeh og fjölskyldu hans, þegar árás var gerð á bíl þeirra en öll fjölskylda Bashars var drepin í árásinni, eiginkona hans og fjögur börn. Hind var sú eina sem lifði árásina af og beið eftir björgun hjálparsamtakanna.

Frá byrjun stríðsins þann 7. október hefur Ísraelsher hvað eftir annað gert árásir á sjúkrabíla, sjúkraliða, lækna og spítala. Flest sjúkrahús á Gaza eru þegar hætt að starfa vegna sprengjuárása og birgðaskorts eftir nærri fjögurra mánaða harðar árásir Ísraela.

Meira en 1.100 heilbrigðisstarfsfólk hefur verið drepið eða sært á Gaza, í árásum Ísraela en að minnsta kosti 26.700 Palestínumenn hafa verið drepnir, flestir þeirra konur og börn.

- Auglýsing -

Hér fyrir neðan er hægt að sjá umfjöllun Al Jazeera um Hind litlu en lesendur eru varaðir við myndskeiðinu, það er ekki fyrir viðkvæma.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -