Fjögurra barn móðir í Indónesíu var drepin og gleypt af pýtonslöngu sem reyndist vera lengri en sex metrar. Konan sem ber nafnið Farida var að fara frá heimili sínu í Kalumpang í Indónesíu á markað til að versla og þurfti hún að labba í gegnum skóg til að komast á markaðinn. Á göngu sinni var hún bitin í fótinn af risastórri pýtonslöngu sem svo vafði sig um Farida og kyrkti hana til dauða. Þegar Farida var látin gleypti slangan hana í heilu lagi. Þegar Noni, eiginmaður Farida, hafði ekki heyrt í eiginkonu sinni til lengri tíma fór hann ásamt félögum sínum að leita hennar. Í leitinni fundu þeir slönguna og sáu að hún hafði greinilega borðað eitthvað stórt og óttaðist Noni að Farida væri í maga slöngunnar. Eftir að hópurinn hafði drepið slönguna og rist upp maga hennar var það staðfest að Farida var í maganum og var látin. Hægt er að sjá ritskoðað myndband af Noni að skera upp maga slöngunnar hér fyrir neðan.