Sextán ára drengur lést í gær eftir að hafa tekið inn eiturlyfið MDMA. Lögregla var kölluð út á tónlistarhátíð í Leeds á laugardagskvöldið þar sem drengurinn hafði verið að skemmta sér. Var hann fluttur á sjúkrahús í kjölfarið þar sem hann lést morguninn eftir.
Enn á eftir að fá endanlega úr um það skorið að MDMA hafi verið það sem olli andlátinu en að sögn lögreglu er það talið afar líklegt. „Ein spurningin er hvort hann hafi tekið ákveðna tegund af MDMA töflu, sem lýst var sem grárri eða svartri og ílöng í laginu,“ sagði lögreglustjórinn. Þá hvatti lögregla þá sem kynnu að hafa upplýsingar um málið, að hafa samband við lögreglu vegna þessa. Þá hefur verið fundað með skipuleggjendum hátíðarinnar vegna harmleiksins og ráðlögðu þeir fólki að leita samstundis til læknis, veikist það á hátíðinni.