Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Shannon Doherty er fallin frá

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikkonan Shannon Doherty er látin eftir erfiða baráttu við krabbamein. Hún var 53 ára.

Shannon Doherty, sem er þekktust fyrir hlutverk sín í þáttunum Beverly Hills 90210 og Charmed lést á laugardaginn. „Það er með þungu hjarta sem ég staðfesti fráfall leikkonunnar Shannen Doherty,“ sagði Leslie Sloane, langvarandi kynningarfulltrúi leikkonunnar, við ET í yfirlýsingu. „Laugardaginn 13. júlí tapaði hún baráttu sinni við krabbamein eftir margra ára baráttu við sjúkdóminn.

Yfirlýsingin hélt áfram: „Hin dygga dóttir, systir, frænka og vinkona var umkringd ástvinum sínum sem og hundinum sínum, Bowie. Fjölskyldan biður um frið á þessum tíma svo þau geti syrgt í friði.“

Í júní upplýsti Doherty í hlaðvarpi sínu Let’s Be Clear, á tilfinningaríkan hátt, að hún myndi gangast undir krabbameinslyfjameðferð við fjórða stigs brjóstakrabbameini sínu.

„Ég hélt að ég væri í lagi. Ég þarf að fara aftur á krabbameinslyfjameðferð og það er mjög erfitt, eins og tilhugsunin um að fara í gegnum þetta aftur hefur eyðilagt mig,“ sagði Doherty. „Þetta hefur eyðilagt mig í þeim skilningi að, já, ég vissi að ég væri með fjórða stigs krabba, já, ég vissi að þetta var virkilega alvarlegt, já, ég hef gert ráðstafanir til að vernda fjölskylduna mína og hreinsa upp fullt af dóti en þegar þú þarft að fara á sjúkrahúsið og þú veist, verður lyfjaður og æðaleggur settur upp, þá verður það mjög raunverulegt. á allt annan hátt.“

Leikkonan greindist fyrst með brjóstakrabbamein árið 2015. Árið eftir upplýsti hún að hún hafi farið í fjölda lyfjameðferða.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -