Mánudagur 13. janúar, 2025
2.2 C
Reykjavik

Síðustu augnablik Treat Williams: „Guð minn góður, þetta er Treat!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nýjar upplýsingar hafa komið fram um síðustu augnablik í lífi Hollywood-leikarans Treat Williams sem léstá dögunum í mótorhjólaslysi, 71 árs að aldri.

Á slúðurvefnum E! News er sagt frá frásögn vitnis að mótorhjólaslysinu sem varð Treat Williams að bana en það var bifvélavirkinn Matt Rapphahn. Sagði Matt að Treat hefði verið „með meðvitund og talandi“ rétt áður en honum var komið á sjúkrahús.

„Ég hljóp til [Treat],“ sagði Rapphahn í viðtali við People í gær. „Og ég hljóp aftur á verkstæðið og hringdi í neyðarlínuna.“

Rapphahn sagði að Chesepeake Shores leikarinn hafi orðið fyrir Honda bifreið og í kjölfarið flogið af hjólinu. Ökumaðurinn hafi svo farið úr bílnum til að „hughreysta“ hann.

„Það var erfitt að sjá að þetta væri Treat, því hann var með hjálminn á hausnum,“ sagði Rapphahn og hélt áfram. „En bílstjórinn þekkti hann og sagði „Guð minn góður, þetta er Treat!“.“

Eftir að sjúkraflutningamenn komu á vettvang var Williams enn „talandi“ en „gríðarlega þjáður.“

- Auglýsing -

„En þeir urðu að koma honum á brettið og svo á börurnar og svo inn í sjúkrabílinn.“

Eftir að Treat hafði verið flogið á Albany Medical Center sjúkrahúsið í Albany, New York, var hann úrskurðaður látinn.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -