Víða um lönd mótmælir fólk þjóðarmorði Ísraelshers á Gaza, hvort sem er á götum úti, á samfélagsmiðlunum, á verðlaunaafhendingum, íþróttaviðburðum, í fjölmiðlum og víðar. Knattspyrnuliðið Deportivo Palestino frá Síle mótmælti á afar táknrænan hátt fyrir tveimur dögum.
Þegar knattspyrnulið ganga inn á völlinn leiða leikmenn yfirleitt börn, úr yngri flokkunum með sér inn á völlinn. Síleska knattspyrnuliðið Deportivo Palestino, sem leikur í úrvalsdeild landsins, gekk hins vegar inn á völlinn er liðið mætti Unión Española á föstudaginn, leiðandi „drauga börn“ frá Palestínu og vildu þannig minna á öll þau börn sem drepin hafa verið af Ísraelsher frá 7. október en nú er talið að minnsta kosti 15.000 börn hafi verið drepin en talan hækkar á hverjum einasta klukkutíma.
Myndband af atvikinu hefur nú farið í dreifingu á samfélagsmiðlunum en við Instagram-pósti þar sem myndbandið birtist skrifaði einn: „Guð minn góður, gæsahúð út um allt!!!“
Hér má sjá hinu táknrænu mótmæli Deportivo Palestino:
View this post on Instagram