Fimmtudagur 16. janúar, 2025
-0.6 C
Reykjavik

Singapúr hættir að refsa samkynhneigðum karlmönnum fyrir að stunda kynlíf – „Sigur fyrir mannkynið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Singapúr mun afnema lög sem gera kynlíf milli karla refsivert. LGBTQ hópar hafa lýst ákvörðuninni sem „sigri fyrir mannkynið“.

Í þjóðarávarpi á sunnudag sagði forsætisráðherrann, Lee Hsien Loong, að afnám hegningarlaganna myndi samræma lögin við núverandi félagsleg viðhorf og „veita samkynhneigðum Singapúrbúum smá léttir“. Hins vegar bætti Lee við að stjórnvöld vildu ekki „heildarbreytingar á samfélaginu“, þar með talið breytingar á skilgreiningu hjónabands. „Jafnvel þegar við fellum úr gildi lögin munum við halda uppi og standa vörð um hjónabandið. Samkvæmt lögum er hjónaband aðeins milli eins karls og einnar konu viðurkennd í Singapúr,“ sagði hann.

Í sameiginlegri yfirlýsingu, tuttugu og tveggja  LGBTQ+ hópa, kemur fram að öll mótmælin hafi loks borgað sig. Um sé að ræða löngu tímabæran áfanga þar sem að mismunun eigi ekki heima í Singapúr.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -