Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Sir Ian McKellen tjáir sig um slysið: „Ég veit ekki hversu oft ég hef endurupplifað fallið“ 

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sir Ian McKellen kom með risatilkynningu varðandi leikferilinn, en hann féll illa í miðju leikriti í júní.

Hinn ástsæli leikari, sem er 85 ára, var að leika John Falstaff í Noel Coward-leikhúsinu í West End í Lundúnum, þegar honum skrikaði fótur í bardagasenu og féll með höfuðið á undan sér á áhorfendur.

Ian dróg sig út úr leikritinu stuttu eftir slysið en hann brákaði hryggjalið og úlnliðsbrotnaði í fallinu. Vikum síðar viðurkenndi hann að hann væri „of hræddur“ að fara út úr húsi „ef ske kynni að einhver rækist í mig“.

Þrátt fyrir slysið hefur Ian nú tilkynnt að hann ætli sér ekki að hætta að leika, sem gleður sjálfsagt aðdáendur hans gríðarlega. Í viðtali í þættinum BBC Breakfast, sagði hinn sjóaði leikari að hann myndi taka sér frí út árið en mun síðan snúa til baka til leiks.

Ian er enn að jafna sig eftir slæmt fall.

„Hvað væri ég annars að gera ef ég væri ekki að vinna?,“ spurði hann. „Ég mun taka frí það sem eftir er af árinu og fara svo aftur í vinnuna í janúar. Held bara áfram svo lengi sem fæturnir og lungun og hugurinn halda áfram að starfa.“

Gandalf stjarnan státar af ferli sem spannar meira en 50 ár en hann upplýsti í viðtalinu að hann ætti stundum í erfiðleikum með minnið, en telur að það sé líka vegna þess að hann hefur meira að muna en fólk sem er yngra en hann.

- Auglýsing -

Hann bætti við: „Engu að síður er það óþægindi þegar þú manst ekki hvað besta vinur þinn heitir eða gleymir símanúmerinu þínu. Ef þú sérð mig eða heyrir að ég er að gera eitthvað, þá veistu að það er þess virði að gera. Hvort ég geri það vel er matsatriði.“

Þegar hann talaði um slysið fyrr í þessum mánuði sagði leikarinn í viðtali í Saga-tímaritinu að hann endurupplifði fallið ítrekað í höfði sér og sagði: „Hryggjarliður minn brákaðist og úlnliðurinn brotnaði og er ekki enn kominn í lag. Ég fer ekki út vegna þess að ég verð kvíðinn og óttast að einhver rekist á mig, og ég er með sársaukafulla verki í öxlunum vegna þess að allur ramminn hefur orðið fyrir hnjaski.“

Leikarinn, sem nú er með hálsspelku og úlnliðsstuðning, hélt áfram: „En ég var í fitubúning fyrir Falstaff-hlutverkið og það bjargaði rifbeinunum og öðrum liðum. Þannig að ég var heppinn að sleppa þó þetta vel.“ Hann bætti við: „Ég veit ekki hversu oft ég hef endurupplifað fallið. Það var hræðilegt.“

- Auglýsing -

Um það hvort honum finnist hann nú „of gamall“ til að halda áfram að leika sagði hann: „Ég hélt að þetta væri endirinn á einhverju. Þetta var mikið áfall. Endirinn þýddi ekki dauða minn, aðeins þátttaka mín í leikritinu.“

Hann fullyrti að fallið hefði verið slys og sagði við BBC: „Það var ekki það að ég hefði fengið svima eða neitt slíkt, þetta var hreint slys. Svo ég tel mig heppinn að þetta er farið að vera fjarlæg minning, en það gerði það að verkum að ég gat ekki farið í leikferðina, svo ef það er tækifæri fyrir mig að biðja áhorfendur afsökunar í Bristol, Birmingham, Norwich, þá biðst ég afsökunar Ég var ekki þar, en ég kem aftur.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -