Það kemur oft fyrir á hverjum degi um víða veröld að fólki mæti of seint á flugvelli og missi af flugferðum en óhætt er að segja að fáir hafi betri afsökun en Mike Jones. Jones var á leiðinni á flugvöll í Los Angeles í Waymo leigubíl en fyrirtækið bíður fólki upp á sjálfkeyrandi bíla. Í myndbandi sem Jones deildi á samfélagsmiðlum sést hann í aftursæti leigubílsins meðan bíllinn keyrir í hringi á bílastæði flugvallarins og neitar að stoppa. Meðan hann tók upp myndbandið hringdi hann í fyrirtækið til að fá aðstoð en fékk litla hjálp. Hann hafði þó húmor fyrir þessu og leið eins og hann fastur í vísindaskáldsögu. Samkvæmt Jones keyrði bíllinn átta hringi á bílastæðinu og varð til þess að hann missti af fluginu. Að sögn Jones hefur Waymo ekki greitt honum skaðabætur fyrir að missa af fluginu en Alphabet Inc. á fyrirtækið en það er sama fyrirtæki og á Google.