Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Sjónvarpsstjarna tilkynnti eigið andlát: „Vonandi horfi ég niður úr skýi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Áströlsk sjónvarpskona tilkynnti eigið andlát á samfélagsmiðlum.

Fiona MacDonald, stjórnandi þáttanna It´s a Knockout og Wombat er látin, 67 ára að aldri. Tilkynnti hún um andlát sitt á samfélagsmiðlum. Fiona hefur barist við hreyfitaugasjúkdóm (MND) í talsverðan tíma en hefur undanfarið hafnað frekari meðferð við sjúkdóminum vegna óvæginna einkenna hins grimma sjúkdóms. Í hjartnæmri færslu sagði hún að hún vonaði að hún „horfði niður úr skýi“.

Þáttastjórnandinn frá Queensland í Ástralíu var þekkt fyrir þáttastjórn á þáttum á borð við Wombat, þar sem hún kom fram á skjánum þar sem arftaki brúðuleikhússins Agro’s Cartoon Connection á níunda áratugnum. Hún hafði barist við MND sjúkdóminn síðan í nóvember 2021. Árið 2000 tók Fiona sér pásu úr sjónvarpinunu til að einbeita sér að eigin vínviðskiptum. Áður en hún lést hafði Fiona skrifað sína eigin dánartilkynningu og í ljós kom að systir hennar, Kylie, hafði fengið það verkefni að deila henni með fylgjendum hennar.

Í yfirlýsingu sem Fiona deildi á samfélagsmiðlum sagði hún: „Verið sælir vinir mínir. Kylie systir mín birtir þetta vegna þess að ég hef yfirgefið bygginguna – Vonandi horfi ég niður úr skýi. Í gærkvöldi lauk mjög erfiðu tímabili sem varði síðustu mánuði. Þetta var mjög friðsælt, strákarnir og Kylie voru hjá mér til að kveðja. Þó að ég hafi aldrei viljað deyja, var tilhugsunin um að yfirgefa þjáða líkama minn léttir. Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir. Ég var hætt að geta kyngt venjulegum mat, ekki gekk að fæða mig í gegnum slöngu því þarmarnir réðu ekki við hinar mörgu tegundir próteindrykkja. Þeir fóru bara beint inn og beint út.

Fiona sagði að „svartur húmor“ hefði hjálpað henni fyrstu árin eftir greiningu hennar en síðan hefði þetta „breyst í örvæntingu“. Hún tók þá ákvörðun að hætta að þiggja læknisaðstoð eftir „mikla sálarleit“. Hún hélt áfram: „Ég tók þá ákvörðun eftir mikla sálarleit að hætta allri læknisaðstoð og fara loksins inn á sjúkrahús til líknarmeðferðar.“

Enn bætti hún við: „Þegar þú elskar lífið eins mikið og ég, þá þarf mikið hugrekki til að taka ákvarðanir sem leiða til endaloka. Þannig að við skulum ekki kalla þetta kveðjustund þar sem ég vonast til að sjá ykkur aftur hinum megin. Þangað til: „Megi vindur vera alltaf við bakið á þér, megi sólin skína hlýtt á andlit þitt, megi rigningin falla mjúklega yfir akra þína þar til við hittumst aftur, og megi Guð halda þér í lófa sínum.“ Fiona birti ljósmynd með færslunni þar sem hún sést brosandi við hlið sona sinna tveggja, Harry og Rafe, auk fjölskylduhundarins. Á annarri ljósmynd sést hún með maka sínum, Kylie þar sem þau stilla sér upp við fallegt sólsetur.

- Auglýsing -

Aðdáendur hafa síðan farið á samfélagsmiðla til að heiðra hina látnu stjörnu og einn skrifaði: „Takk fyrir allt, Fiona Mac. Stór hluti af 80s æsku minni.“ Annar bætti við: „Mjög leiðinlegt að heyra af andláti Fionu McDonald. Hún var mjög skemmtileg, frá Wombat til It’s a Knockout, og virkilega yndisleg kona. Hvíl í friði.“

„Bless og takk fyrir frábæra og skemmtilega Fiona MacDonald. Við munum öll sakna þín. Hvíl í friði,“ sagði enn annar. Sá fjórði skrifaði: „Vertu sæl elsku Fi… hugrekki þitt hefur verið hvetjandi og þín verður sárt saknað. Sendi mikla ást til þín, fjölskyldu þinnar og margra vina þinna.“

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -