Sjúkdómara fara vaxandi á Gaza og læknir frá Al-Aqsa sjúkrahúsinu í Deir al-Balah segir að ómögulegt sé að koma í veg fyrir útbreiðslu þeirra.
„Síðustu vikuna höfum við verið að glíma við tugi tilfella af lifrarbólgu A veirunnar, sem smitast um munn í gegnum mengaðan mat eða mengað vatn. Ekki nóg með það, tölur um maga- og garnabólgu, sýkt sár og blóðsykursfall, hækka ótrúlega meðal slasaðra,“ sagði Dr Khalid Abu-Habel við Al Jazeera.
„Venjulega einangrum við tilfelli af lifrarbólgu A veiru til að koma í veg fyrir sýkingu. En við þessar aðstæður og yfirfullan fjölda á Gaza, er skelfilega flókið að koma í veg fyrir smit.“