Otragengi réðst á skokkara.
Á miðvikudagsmorgun var ráðist á konu sem var úti að skokka í almenningsgarði í Sabah í Malasíu og var það gengi af átta otrum sem stóð fyrir árásinni. Samkvæmt erlendum miðlum réðust þeir aðallega á fætur konunnar og hlaut hún mörg sár og var þakin blóði eftir árásina. Konan var flutt með snatri á sjúkrahús eftir árásina.
Dýrasérfræðingur hjá yfirvöldum segir að líklegt sé að otrarnir hafi verið að koma í garðinn í matarleit vegna þess að almenningur sé ítrekað að gefa villtum dýrum að borða. Yfirvöld hafi gefið út að girðing garðsins verði styrkt í kjölfar árásarinnar og vara fólk við að umgangast villt dýr í nágrenni við garðinn en þetta er í annað skiptið sem manneskja verður fyrir otraárás í garðinum.
Hér fyrir neðan má sjá gengið flýja vettvang