Fimmtudagur 16. janúar, 2025
4.9 C
Reykjavik

Skotárás í Flórída: Sneri aftur á vettvang þar sem hann skaut fréttamenn og níu ára stúlku

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bandarískur fréttamaður og níu ára stúlka voru skotin til bana í Orlando í Flórída síðdegis í gær. Skotárásin átti sér stað nærri vettvangi annars morðs sem var framið nokkrum klukkustundum áður en sami maðurinn er grunaður um árásirnar. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að annar fréttamaður og móðir stúlkunnar hafi einnig særst.

Sjónvarpsfréttamenn voru á staðnum til að fjalla um morð á konu á þrítugsaldri sem var stödd í bíl á svæðinu. Sá grunaði, nítján ára Keith Moses, hafði þá snúið aftur á vettvang þar sem hann skaut á fréttamennina. Árásarmaðurinn hélt þá að húsi í nágrenninu þar sem hann skaut mæðgurnar. Ástand móðurinnar er sagt vera alvarlegt. Fréttamiðillinn BBC greindi frá því að maðurinn hafi verið vopnaður þegar hann var handtekinn en hann á að baki langan sakaferil.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -