Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Skotárás í lestarkerfi Brooklyn: „Við munum ekki leyfa það að New York búum sé ógnað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skotárás var gerð í jarðlestakerfinu í Brooklyn í New York í morgun. Fjöldi fólks var þá á leið til vinnu sinnar en 16 voru fluttir á sjúkrahús eftir árásina.

Árásarmannsins er stíft leitað.
Mynd: The Guardian skjáskot

Að sögn The Guardian urðu að minnsta kosti 10 af þeim 16 sem flutt voru á sjúkrahús, fyrir byssukúlum í árásinni. Aðrir slösuðust í troðningnum sem myndaðist við árásina sem og reykeitrun en árásarmaðurinn beitti reyksprengjum í árásinni. Leit hófst af skotmanninum en honum var lýst sem þreknum manni, dökkur á hörund, og um 1,68 metrar á hæð. Var hann klæddur í grænt vesti sem iðnaðarmenn nota gjarnan, grárri hettupeysu sem og gasgrímu. Flúði hann af vettvangi eftir árásina og hefur hann ekki enn fundist.

Mikill viðbúnaður var í Brooklyn eftir árásina.
Mynd: The Guardian skjáskot

Alríkislögreglan FBI, tekur þátt í rannsókn málsins en enn er ekki útilokað að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða.

Haft er eftir borgarstjóra New York borgar, Eric Adams, að þetta verður ekki látið viðgangast. „Við munum ekki leyfa það að New York búum sé ógnað, ekki einu sinni af einstaklingi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -