Maðurinn sem skaut forsætisráðherra Slóvakíu er 71 árs og er frá Levice. Þetta kemur fram í frétt Denník N og öðrum slóveskum fréttamiðlum.
Samkvæmt þeim miðlum var skotmaðurinn meðlimur í svokölluðum Regnbogabókmenntaklúbbi vinstri manna og orti ljóð. Á árum áður starfaði maðurinn sem öryggsivörður í verslunarmiðstöð. Fyrir átta árum tilkynnti hann á veraldarvefnum, að hann væri að safna undirskriftum svo hann geti stofnað stjórnmálaflokkinn Hnutie proti nasiliu eða Hreyfing gegn ofbeldi.
„Ofbeldi er oft viðbrögð fólks, í formi tjáningar vegna einfaldrar óánægju með stöðu mála. Verum óánægð, en ekki ofbeldisfull!,“ skrifaði hann á sínum tíma. Lögreglan handtók hann eftir skotárásina.
Forsætisráðherrann, Robert Fica, er þungt haldinn á sjúkrahúsi og er í lífshættu.