Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Skrifa saman handrit að sjónvarpsþáttum um slúðurmiðla

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rithöfundarnir Irvine Welsh, höfundur Trainspotting, og Bret Easton Ellis, höfundur American Psycho, eru nú í samningaviðræðum við Burning Wheel Productions um að skrifa í sameiningu handrit að sjónvarpsþáttaröð um bandaríska slúðurfjölmiðla og skoða í leiðinni þau siðlausu og ófaglegu vinnubrögð sem slíkir miðlar stunda. Vinnuheitið er American Tabloid og sagan segir nokkurra áratuga sögu slúðurblaðs, sem tekur pólitíska rétthugsun ekki hátíðlega, samkvæmt frétt á dazeddigital.com.

Talskona framleiðslufyrirtækisins Burning Wheel,  Shelley Hammond, segir það hafa verið markmiðið að ráða handritshöfunda sem ekki væru hræddir við að ganga fram af fólki og bætir við „Við erum himinlifandi að hafa fengið Irvine og Bret til liðs við okkur. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir vinna saman og þar sem þeir munu fá algjörlega frjálsar hendur við skrifin erum við sannfærð um að útkoman verður stórkostleg.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -