Laugardagur 14. september, 2024
4.9 C
Reykjavik

Skrifaði hrollvekjandi færslu rétt fyrir snekkjuslysið: „Og þau lifðu öll hamingjusöm til æviloka“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Meðeigandi breskrar lögfræðistofu, sem saknað er eftir að lúxussnekkja sökk undan ströndum Ítalíu, hafði hrósað samstarfsmönnum sínum og fjölskyldu á Linkedin-færslu, áður en hann fór í hina örlagaríku siglingu.

Fyrsta og hugsanlega síðasta færsla Christopher Morvillo á samfélagsmiðlinum Linkedin sagði frá stolti hans yfir því að samstarfsmenn hanns hjá Clifford Chance gátu hjálpað Mike Lynch og Steven Chamberlain fyrir rétti í San Francisco. Lynch, 59, var sakaður um svik í Bandaríkjunum í tengslum við sölu 8,6 milljarða punda á fyrirtæki sínu Autonomy til Hewlett-Packard árið 2011.

En tæknijöfurinn, Lynch og Chamberlain, sem lést á hörmulegan hátt eftir að hann varð fyrir bíl í Cambridge-skíri um helgina – voru sýknaðir fyrir rétti.

Morvillo skrifaði færslu á samfélagsmiðlum nokkrum dögum eftir sýknudóminn og áður en Chamberlain lést. Hann endaði langa lofgjörð sína með sjö orðum, sem nú hljóma hálf skuggalega eftir nýjasta harmleikinn. Hann skrifaði: „Og þau lifðu öll hamingjusöm til æviloka…“

Lögmaðurinn er meðal sex manna sem talið er að séu enn fastir í skrokki snekkjunnar, 50 metrum neðansjávar en Lynch er einnig meðal þeirra sem saknað er. Fyrsta leit kafara í gær bar ekki árangur en þeir komust ekki inn í káetu neðanþilfars vegna þess að brak úr bátnum, hafði lokað káetunni.

Fimmtán manns lifði slysið af, þar á meðal móðir sem hélt eins árs gömlu barni sínu ofansjáar, til að bjarga því. Eitt lík hefur fundist, samkvæmt yfirvöldum á svæðinu.

- Auglýsing -

Eiginkona Morvillo er einnig saknað, sem og Jonathan Bloomer, fyrrverandi yfirmaður Autonomy endurskoðunarnefndarinnar sem bar vitni í réttarhöldunum yfir Lynch, og eiginkona hans.

Snekkjan, sem smíðuð var árið 2008 af ítalska fyrirtækinu Perini Navi, var með 12 farþega og 10 manna áhöfn. Samkvæmt snekkjusíðum á netinu hefur verið hægt að leigja snekkjuna fyrir 195.000 evrur eða 29.762.850 milljónir króna á viku en hún er áberandi fyrir hið massíva 75 metra háa álmastur sitt, eitt það hæsta í heiminum.

Breskir miðlar hafa nú vakið athygli á lokaorðum Morvillo í færslu hans á Linkedin en þau þykja hrollvekjandi. Eftir að hafa skrifað fjölmörg orð þar sem hann hrósar samstarfsfélögum sínum, beindi hann orðum sínum til fjölskyldu sinnar og sagði:

- Auglýsing -

„Og að lokum þakka ég þolinmóðu og ótrúlegu eiginkonu minni, Neda Morvillo, og tveimur sterkum, bráðsnjöllum og fallegum dætrum mínum, Sabrinu Morvillo og Sophiu Morvillo. Ekkert af þessu hefði verið mögulegt án ástarinnar og stuðnings ykkar. Ég er svo feginn að vera kominn heim.“

„Og þau lifðu öll hamingjusöm til æviloka ….“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -