Fréttaþulurinn Ana Orsini, sem starfaði fyrir staðbundna miðilinn KOLD-TV sem var samstarfsaðili CBS, lést skyndilega á dögunum, aðeins 28 ára að aldri. Samstarfsmenn hennar deildu sorgarfréttunum í beinni útsendingu þann 16. desember. Dánarorsök Orsini var heilablóðfall vegna æðagúlps, samkvæmt miðlinum.
„Sorglegar fréttir sem við höfuð að deila með ykkur,“ sagði fréttaþulurinn Tyler Butler við áhorfendur í útsendingunni. „Ástkær vinkona okkar og meðstjórnandi, Ana Orsini lést óvænt í síðustu viku. Ana hafði verið hér á 13 News síðan í júní 2023,“ hélt Carsyn Currier, meðþulur Butlers, áfram og felldi tár, „og við erum niðurbrotin yfir þessum missi.
Þegar Butler rétti Currier hughreystandi hönd, varpaði hann ljósi á hressandi eðli Orsini.
„Við fengum tækifæri til að vinna með henni á hverjum degi,“ sagði hann, „Og við viljum að þið vitir að það sem þú sást í sjónvarpinu með henni, hina fyndnu, klikkuðu manneskjuna sem hún var, hún var alveg eins utan myndavélarinnar og jafnvel meira þannig“
Orsini hóf feril sinn árið 2018 eftir útskrift frá Texas A&M háskólanum, þegar hún tók við starfi sem fréttaþulur og blaðamaður í Lubbock, Texas, samkvæmt ferilskrá hennar. Orsini eyddi síðan þremur árum sem morgun- og hádegisfréttaþulur í Medford, Oregon, áður en hún gekk til liðs við KOLD-TV í Tuscon, Arizona.
Butler hélt áfram að minnast Orsini á samfélagsmiðlum og lýsti henni sem „náttúruafli“.
„Ég held áfram að hugsa um hvernig ég gerði stundum grín að sjálfum mér,“ rifjaði hann upp í Facebook-færslu í gær, 17. desember, „Og hún svaraði: „Hey! Ekki tala svona um vin minn!“. Einlæg umhyggja hennar fyrir öllum í kringum hana verður saknað.“
Currier skrifaði einnig einlæg skilaboð um Orsini, sem hún kallaði „eina af bestu vinum“ sínum.
„Að vakna um miðja nótt til að fara í vinnuna er alltaf krefjandi,“ skrifaði Currier á Instagram, „En að vita að ég væri að fara að vinna með Ana gerði þetta miklu auðveldara. Hvort sem hún var að dansa í kringum leikmyndina eða að fá okkur öll til að hlæja, þá voru allir dagar með Ana ævintýri.“ Bætti hún við að lokum: „Tíminn kann að líða, en minningar mínar um Ana munu aldrei dofna. Ég elska þig að eilífu, Ana.“
Hér fyrir neðan má sjá samstarfsfólk og vini Önu minnast hennar: