Föstudagur 13. september, 2024
1.8 C
Reykjavik

Söngkona Crazy P lést skyndilega: „Við erum harmi slegnir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Söngkona raftónlistarbandsins Crazy P, Danielle Moore er látin, 52 ára að aldri.

Forsprakki rafsveitarinnar lést við „skyndilegar og hörmulegar aðstæður“ föstudaginn 30. ágúst. Félagar Danielle úr hljómsveitinni sögðust vera „harmi slegnir“ þegar þeir tilkynntu lát söngvarans í yfirlýsingu.

Þeir skrifuðu: „Við erum harmi slegnir að tilkynna þær ótrúlegu og átakanlegu fréttir að fallega Danielle Moore okkar hafi látist við skyndilegar og hörmulegar aðstæður. Þetta gerðist síðdegis föstudaginn 30. ágúst. Við getum ekki trúað fréttunum sjálf og við vitum að þið getið það ekki heldur. Hún gaf okkur svo mikið og við elskum hana svo mikið. Hjörtu okkar eru brotin.“

Crazy P deildi ekki dánarorsökinni og sagði aðdáendum að þeir þyrftu tíma til að „vinna úr því að þetta hefði gerst“. Hin tilfinningaríka tilkynning lauk með eftirfarandi orðum: „Danielle lifði lífi sem var knúið áfram af ást, samkennd, samfélagi og tónlist. Hún lifði stærsta lífinu. Við munum sakna hennar af öllu hjarta X.“

Hljómsveitin var stofnuð árið 1995 af Chris Todd og Jim Baron, sem kynntust í háskólanum í Nottingham. Árið 2002 stækkaði Crazy P þegar Tim Davies bassaleikari bættist við, Mav Kendricks slagverksleikari einnig sem og Danielle.

Hljómsveitin skrifaði undir plötusamning við útgáfufyrirtækið Paper Recordings í Manchester Englandi og hafa síðan gefið út sex plötur og nokkrar smáskífur, en fyrsta plata þeirra heitir Digging Deeper og kom út árið 1996. Hljómsveitin byggði einnig upp sterkan aðdáendahóp í Ástralíu þar sem hún hefur ferðast nokkrum sinnum. Stærstu smellir hljómsveitarinnar eru Heartbreaker, Like a Fool og Cruel Mistress.

- Auglýsing -

Danielle ferðaðist einnig með Crazy P á hátíðir, þar á meðal Bestival og The Big Chill. Hún talaði áður um ástríðu sína fyrir nýrri tónlist og sagði við Le Visiteur: „Ég elska að hlusta á nýja tónlist. Ég vildi virkilega að ég hefði meiri tíma til að leyfa mér að missa mig í leitinni. Það er svo mikið af frábærri tónlist sem kemur fram en það er líka til ótrúleg gömul tónlist sem þú getur ómögulega heyrt. Það er snilldin í þessu.“

Í kjölfar andláts söngvarans flykktust aðdáendur á samfélagsmiðla til að votta virðingu sína. Einn skrifaði á X-inu, áður Twitter, og skrifaði: „Mér þykir þetta svo leitt krakkar. Danielle var algjör ljós- og kærleiksgjafi … afl sem vert er að taka eftir og ein fallegasta manneskja sem ég hef kynnst. Þvílíkur risa missir. Sendi ykkur báðum ást og hugsanir mínar eru hjá fjölskyldu hennar.“

Annar sagði: „Mér þótti svo vænt um þessa konu. Hún var svo sérstök manneskja, bæði á sviði og utan, en sérstaklega utan þess. Fyndin, góð, gjafmild, jafnvel svolítið feimin, en bara ótrúleg manneskja. Ég er svo niðurbrotin yfir þessu. Mikil ást til ykkar allra, þetta eru bara verstu fréttirnar.“

- Auglýsing -

Hér má sjá Danielle taka lögin Heartbreaker og Eruption í Madríd fyrr á árinu.


 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -