Föstudagur 27. desember, 2024
4 C
Reykjavik

Söngvari Crazy Town er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Söngvari hljómsveitarinnar Crazy Town, Seth Brooks Binzer, er látinn, 49 ára að aldri.

Samkvæmt læknaskýrslum lést Seth, sem þekktari er undir listamannanafni sínu Shifty Shellshock, heima hjá sér í gær. Dánarorsök hefur ekki verið gefin upp.

Binzer og rokk-rappbandið Crazy Town slógu í gegn með laginu Butterfly, sem flaug upp á topp Billboard Hot 100 listans árið 2001 en lagið varð einhvers konar þemalag fyrir fyrrihluta fyrsta árátugar aldarinnar.

Crazy Town var stofnuð í Los Angeles árið 1995 og öðluðust fljótt aðdáendur með blöndu sinni af rokki, rappi og raftónlist. Butterfly, lag frá fyrstu plötu sveitarinnar, The Gift of Game, varð til þess að hljómsveitin sló rækilega í gegn en lagið birtist í kvikmyndinni Orange County árið 2002 en þar léku Jack Black og Colin Hanks aðalhlutverkin.

Þrátt fyrir vinsældirnar mætti Crazy Town hindrunum, meðal annars vegna tíðra skipta á meðlimum sveitarinnar og vegna fíkniefnavanda Binzers. Hljómsveitin gaf út fjöldi annarra platna en engin þeirra náði sömu vinsældum og fyrsta platan. Árið 2008 mætti Binzer í þáttinn Celebrity Rehab With Dr. Drew, þar sem hann talaði opinskátt um baráttu sína við fíkniefni.

Söngvarinn lætur eftir sig tvo syni, Halo og Gage.

- Auglýsing -

Hér má sjá þeirra stærsta slagara:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -