Hinn 55 ára fyrrum boxari, Roy Jones Jr. birti tilkynningu á samfélagsmiðlunum í gær þar sem hann sagði frá harmleiknum: „Því miður framdi DeAndre sonur minn sjálfsvíg á laugardaginn.“
Jones Jr. sagði einnig að hann hefði verið með DeAndre kvöldið áður en hann lést. „Ég er svo þakklátur Guði að leyfa mér að koma heim á föstudagskvöld svo hann eytt síðustu kvöldstund lífs síns með mér og fjölskyldunni. Ég veit að margir eiga um sárt að binda um þessar mundir en ekkert er þess virði að svifta sig lífi vegna. Guð gefur það [lífið] og ætti að vera sá sem tekur það.“
Jones Jr. þakkaði aðdáendum sínum fyrir stuðninginn en óskaði eftir næði svo fjölskyldan geti syrgt í friði.
Ef einstaklingar glíma við sjálfsvígshugsanir er bent er á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa samband við Píeta-samtökin sem veita ókeypis ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.