Miðvikudagur 30. október, 2024
4.9 C
Reykjavik

Sonur forstjóra sjúkrahúss á Gaza skotinn: „Ég þarf að hafa hemil á mér, svo ég bresti ekki í grát“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Norski læknirinn Mads Gilbert lýsti hræðilegu ástandi á spítölum Gaza-strandarinnar í viðtali við CNN í beinni útsendingu, sem fram fór í gær.

Dr. Mads Gilbert hefur unnið með hléum á Gaza frá árinu 1983 og þekkir því vel til heilbrigðiskerfisins í Palestínu og á marga vini þaðan. Var hann fenginn í beina útsendinu hjá CNN í gær til að ræða nýjust fregnir af voðaverkum Ísraelshers á sjúkrahús á norðurhluta Gaza.

Örvæntingin mikil

„Setið hefur verið um alla þrjá spítala Norður-Gaza hafa og á þá ráðist með offorsi af hernámsliði Ísraela,“ sagði Gilbert í upphafi viðtalsins og hélt síðan áfram. „Og innrásir Ísraelshers inn í Kamal Adwan-spítalan hafa verið mjög dramatískar. Og við höfum sennilega öll heyrt um forstjóra spítalans, Dr. Hussan Abu Safiya sem er að verja sjúklinga sína og var að upplifa þá hræðilegu sorg að missa son sinn sem var skotinn við inngang sjúkrahússins. Akkurat núna er ástandið á Kamal Adwan-spítalanum örvæntingarfullt, þar eru að minnsta kosti 145 slasaðir sjúklingar, þau hafa misst sólarrafhlöðurnar, öndunarvélina, en hún var skotin í tætlur af ísraelskum hermönnum. Og það eru bara tveir læknar eftir en áður voru þar 57 læknar og það eru aðeins sjö hjúkrunarfræðingar ef, en það voru áður 70 hjúkrunarfræðingar. Þannig að ástandið er meira en dramatískt, meira en örvæntingarfullt.“

Gróf son sinn við spítalavegginn

Spyrill CNN spilar því næst upptöku frá forstjóra spítalans, Dr. Hussan Abu Safiya sem berst við tárin þar sem hann lýsir aðstæðum og segir frá morðinu á syni hans. „Þeir hafa brennt hjörtu okkar með því að fara svona með spítalann,“ segir Safiya, greinilega bugaður. „Þeir hafa brennt spítalann algjörlega. Sonur minn var drepinn af því að við vorum að senda út mannúðarskilaboð. Það er verið að drepa börnin okkar. Ég var að grafa son minn við sjúkrahúsvegginn.“

- Auglýsing -

Dr. Mads, sem þekkir Safiya persónulega er spurður í viðtalinu hvernig honum líði þegar hann sjái forstjórann lýsa ástandinu. „Ég ætla að vera alveg heiðarlegur, “ svarar Mads. „Þetta er óbærilegt og ég þarf að hafa hemil á mér, svo ég bresti ekki í grát. En það er tvennt við þetta myndskeið. Í fyrsta lagi er það auðvitað persónulegar tilfinningar hans og gríðarlega sorg sem hann finnur, ekki aðeins vegna sonar síns, heldur einnig vegna spítalans, sjúklinganna og starfsmannanna. Í öðru lagi er það hugrekki palestínskra heilbrigðisstarfsmanna, sem standa keik í baki frammi fyrir hræðilegar árásir Ísraelshers, sem hafa verið í gangi síðan löngu fyrir 7. október í fyrra, því Ísraelsher hefur þá stefnu að ráðast á heilbrigðisstarfsmenn.“ Dr. Gilbert sýnir síðan nýtt skjal frá sérfræðingum sem afhent var á allsherjaþingi Sameinuðu þjóðanna í lok ágúst. „Þeir komust ð því að frá 7. október til 1. ágúst á þessu ári, hafi Ísraelsher gert yfir þúsund árásir á heilbrigðiskerfið á Gaza og á Vesturbakkanum og drepið yfir 800 heilbrigðisstarfsmenn, þannig að því miður er saga forstjórans ekki einangrað tilvik, hún er hluti af fjölmörgum sambærilegum sögum og í raun eru árásir á heilbrigðisstarfsmenn svo algengar að skýrsluhöfundar segja að „Ísraelar eru með plön og verklag sem felur í sér árásir á heilbrigðiskerfið“. Og auðvitað er þetta stríðsglæpur. Heilbrigðiskerfið, sjúklingarnir og heilbrigðisstarfsmenn eiga að njóta verndar alþjóðalaga. Á Gaza eru þau skotmörk og það er algjör stríðsglæpur.“

Þjóðarhreinsun á Norður-Gaza

Spyrill CNN, sem hefur, líkt og Dr. Gilbert, margoft komið til Gaza, spurði lækninn hvort hann óttaðist, eins og svo margir, að Ísraelar séu viljandi að flytja Palestínubúa nauðuga frá Norður-Gaza í massavís eins og sést hefur á myndböndum undanfarið, í þeim tilgangi að koma þeim algjörlega frá norðurhluta Gaza. „Þú hittir naglann algjörlega á höfuðið,“ svaraði Gilbert og hélt áfram: „Ég meina, þú þarft hvorki að vera hernaðarsérfræðingur eða landfræðingur til að átti þig á að markmið Ísraela er að þjóðarhreinsun og byggja landnemabyggðir að nýju í Norður-Gaza. Það er hluti af landnemaáætlun Ísraelsríkis. Þetta snýst allt um landstuld og auka hernám Palestínu.“ Að lokum segir Dr. Gilbert að rót vanda heilbrigðiskerfisins á Gaza og á Vesturbakkanum sé ólöglegt hernám Ísraelsríkis og að það dugi ekki til að koma með skammtímalausnir heldur þurfi alþjóðasamfélagið að sjá til þess að líf og heilsa Palestínumanna verði bjargað. „Þetta getur ekki haldið svona áfram.“

- Auglýsing -

Hér má sjá viðtalið:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -