TMZ segir frá því að Marcus hafi verið handtekinn fyrir að keyra undir áhrifum fíkniefna, fyrir að vera með kókaín á sér og fyrir að veita andstöðu við handtöku en miðillinn hefur þetta eftir lögregluskýrslum.
Marcus Jordan komst í fréttirnar árið 2023 vegna sambands hans við Lörsu Pippen, fyrrverandi eiginkonu Scottie Pippen, fyrrum samherja Michael Jordan hjá Chicago Bulls.
Michael lét það skýrt í ljós á þeim tíma að hann væri ekki samþykkur ráðahagnum.
Þau Scottie og Larsa Pippen kvæntust 1997 en þau eiga börnin Scotty Jr. fæddur, 2000, Preston, fæddur 2002, Justin, fæddur 2005 og dótturina Sophia, fædd 2008. Hjónin fóru í sundur árið 2018 áður en þau sættust aftur. Larsa sótti síðan um skilnað í annað skiptið í nóvember 2018 en gengið var frá skilnaðinum í desember 2021.