Miðvikudagur 30. október, 2024
4.5 C
Reykjavik

Sophia Loren gekkst undir bráðaaðgerð í gær – Féll illa inni á baðherbergi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ítalska kvikmyndagoðsögnin Sophia Loren gekkst undir bráðaaðgerð í gær eftir að eftir að hafa hlotið nokkur beinbrot, þar á meðal eitt á lærlegg, eftir slæmt fall á heimili sínu í Sviss.

Ítalska kynbomban, sem varð 89 ára þann 20 september, datt inni á baðherbergi sínu og hlaut nokkur beinbrot í mjöðinni, sem og alvarlegt beinbrot á lærlegg. Að sögn The Hollywood Reporter þurfti hún að gangast undir bráðaaðgerð vegna lærbrotsins en heimildarmaður miðilsins segir að það ríki varkár bjartsýni um útkomu aðgerðarinnar og bata Loren en hún mun þurfa á langri endurhæfingu að halda.

Fréttir af falli Loren bárust frá veitingastað sem hún átti að opna í ítölsku borginni Bari, á morgun en veitingastaðurinn er sá fjórði sem ber nafn hennar. Leikkonan átti einnig að taka við heiðurborgararétti frá borginni en vegna slyssins hafa öll plön hennar verið slaufað um ófyrirséða framtíð.

Heimildir The Hollywood Reporter herma að synir leikkonunnar, Carlo og Edoardo, séu við rúmgafl móður sinnar á sjúkrahúsinu. Edoardo leikstýrði móður sinni í nýjustu kvikmynd hennar, Netflix-kvikmyndinni The Life Ahead frá árinu 2020 en fyrir hlutverkið hlaut Loren Davi Di Donatello verðlaunin fyrir bestu leikkonuna. Árið 2021 var hún umfjöllunarefnið í heimildarþætti Netflix, What Would Sophia Loren Do?

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -