Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Spennan magnast í Bandaríkjunum: „Stuðningsmenn mínir eru ekki ofbeldisfullir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikil spenna ríkir í Bandaríkjunum þessa stundina vegna forsetakosninga sem fara fram þar í landi í dag og óttast er að ofbeldi gæti átt sér stað hjá stuðningsmönnum beggja frambjóðenda.

„Ég þarf ekki að segja þeim að það verði ekkert ofbeldi. Auðvitað verður ekkert ofbeldi. Stuðningsmenn mínir eru ekki ofbeldisfullir og ég vil svo sannarlega ekkert ofbeldi. En ég þarf ekki að segja…Þetta er frábært fólk. Þetta er fólk sem trúir ekki á ofbeldi,“ sagði Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, fyrr í dag þegar hann var spurður af blaðamanni NBC um mögulegt ofbeldi vegna kosninganna í Bandaríkjunum.

Von er á fyrstu tölum upp úr miðnætti á íslenskum tíma en telja sumir þetta verða einar mikilvægustu og jöfnustu kosningar í sögu Bandaríkjanna. Í síðustu viku var talið að Donald Trump myndi rétt sigra Kamala Harris, varaforseta Bandaríkjanna, en telja greinendur vestanhafs Harris hafa saxað rækilega á lítið forskot Trump á síðustu dögum.

Pennsylvanía virðist samkvæmt greinendum vera það sveifuríki sem skiptir mestu máli ef marka má kannanir en báðir frambjóðendur hafa reynt sitt allra besta til að tryggja sér sigurinn í því fylki á undanförnum dögum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -